VIÐ MÆLUM MEÐ
Hér er listi yfir þær ferðir sem eru sérstaklega vinsælar hjá okkur hverju sinni. Listinn er lifandi og síbreytilegur. Þá geta þetta líka verið golf, skíða eða borgarferðir sem eru nýjar eða á sérstöku tilboði.
Skíðaferðir
Láttu okkur sjá um draumaskíðaferðina þína beggja vegna Atlantshafsins. Nýir áfangastaðir í vetur eru Andermatt og Englelberg í Sviss í beinu flugi til Zürich. Önnur rótgróin svæði sem við erum með eru Colorado, Whistler Blackcomb og Kitzbühel í Austurríki. Bókaðu snemma og tryggðu þér besta verðið.
Borgarferðir
Borgarferðirnar okkar eru á staði sem okkur finnst spennandi eða þægilegir heim að sækja. Við seljum þær með eða án flug, eftir því sem hentar þér hverju sinni. Einnig skipuleggjum við ferðina fyrir allar gerðir af hópum, smáum og stórum. Við höfum reynslu við að skipuleggja árshátíðarferðir fyrir hópa sem telja allt að 250 manns. Sendu okkur fyrirspurn á info@gbferdir.is