Á La Manga eru þrír 18-holu golfvellir, suður-norður og vesturvöllurinn, sem allir eru ólíkir og einn 18 holu pitch&pútt æfingavöllur sem Severiano Ballesteros hannaði.
Robert D. Putnam hannaði norður (par-71) og suður-golfvöllinn (par-73), en að hönnun þess síðarnefnda (par-73) kom einnig Arnold Palmer. Dave Thomas hannaði hins vegar vesturvöllinn (par-72). Norður og Suðurvellirnir eru við hótelið og þar fara mjög skemmtilegir vellir. Þeir eru opnir með mörgum stórglæsilegum holum. Vesturvöllurinn þykir perlan á svæðinu , Hannaður af Dave Thomas. á Vesturvellinum skiptir leikskipulag miklu máli. Þar er mikilvægt að koma bolta í leik og spila af skynsemi. Völlurinn er krefjandi en gríðarlega fallegur. Vesturvöllurinn er talinn einn af 100 bestu golfvöllum Evrópu og allir La Manga golfvellirnir eru meðal 40 bestu á Spáni.
Æfingaaðstaða og æfingasvæði eru til mikillar fyrirmyndar og hefur La Manga verið sigurvegari í vali á besta golfstað Spánar 5 ár í röð af lesendum Today´s Golfer.
Innifalið
***Við auglýsum þessar ferðir án flugs við getum sjálfsögðu séð um flugið líka*** Icelandair og Play bjóða uppá flug til Alicante
Gisting í 7 nætur í double/twin room með glæsilegu morgunverðarhlaðborði, 6 x 18 holur á einum af þrem golfvöllum svæðisins ásamt.
Annað
Aðgengi að Alma Spa, heilsulind hótelsins, er EUR30 á mann á dag.
Hálft fæði € 50,00 (12 ára og eldri) € 25,00 (5-12 ára)
Auka golf € 77,00-91,00
Golfbíll € 53,00 (þarf að panta)
Rafmagnskerra € 25,00 (þarf að panta)
Golfkerra € 9,00
Leiga á golfsetti € 57,00
Þeir sem vilja spila meira en 18 holur á dag geta bókað það háð bókunarstöðu samdægurs