Whistler Blackcomb

Verð frá kr. 199.000 á mann í tvíbýli

Whistler Blackcomb er eitt af stærstu skíðasvæðum í heimi og það stærsta í Norður Ameríku og Kanada. Svæðið er 121 km norðan af Vancouver, British Columbia í Kanada. Flogið er með Icelandair til Vancouver (flugtími 7  klst) og í kjölfarið tekur við ein fallegasta akstursleið sem um getur. Hún er kölluð því draumkennda nafni “Sea to Sky highway”. Leiðinni hefur verið lýst á þennan hátt. “One of the most breathtaking journeys you’ll ever take. Towering snow-capped mountains, lush green rainforests, and fast-flowing milky turquoise rivers will be forever etched into your memory”.

Whistler er mjög fjölbreytt skíðasvæði þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Svæðið er mjög fjölskylduvænt og einnig er það frábært fyrir „off-piste” skíðamennsku. Krakkarnir okkar eru eru bæði á brettum og skíðum og er óhætt að segja að þau skemmtu sér mjög vel og sérstaklega þótti þeim gaman á hinu stóra stökkpallasvæði. Bærinn er aðgengilegur og þægilegur og frábær þjónusta á hótelunum sem GB-ferðir er með í Whistler sem við gistum á. Verðlagið var eðlilegt og sanngjarnt að mínu mati.
Gunnar Sverrir Harðarson
Það kom mér mest á óvart hvað svæðið var fjölbreytt og bíður upp á marga möguleika á „off-piste” skiðamensku án þess að þurfa að ganga mikið. Það er mikið er af veitingastöðum í fjöllunum tveimur og af öllum stærðum og gerðum. Þarna eru stórir skíðaskálar með mikið úrval og einnig litlir huggulegir skálar. Þegar niður er komið er þó nokkuð um bari sem bjóða upp á skemmtilega „apres-ski” stemmingu. Í bænum sjálfum eru fjölbreytnin í veitingahúsaflóruinn mikil. Þarna eru steikarstaðir, ítölsk veitingahús og sushibarir svo eitthvað sé nefnt. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi staðirnir eru fyrsta flokks og í öllum verðflokkum.
Gunnar Sverrir Harðarson
Við höfum bæði verið yfir áramót og einnig í febrúar og fannst okkur mjög gaman og erfitt að segja hvort var betra. Vissulega var mjög hátíðlegt og jólalegt um áramótin og þeir kunna svo sannarlega að fagna nýju ári í Whistler.
Gunnar Sverrir Harðarson
Whistler Blackcomb er eitt af stærstu skíðasvæðum í heimi og það stærsta í Norður Ameríku og Kanada. Svæðið er 121 km norðan af Vancouver, British Columbia í Kanada. Flogið er með Icelandair til Vancouver ( 7 1/2 klst) og þaðan er stórkostlega falleg 120 km akstursleið sem er kölluð því draumkennda nafni "Sea to Sky highway". Leiðinni hefur verið lýst á þennan hátt. One of the most breathtaking journeys you'll ever take. Towering snow-capped mountains, lush green rainforests, and fast-flowing milky turquoise rivers will be forever etched into your memory. "
Jóhann Pétur Guðjónsson
Whistler er heimsklassa skíðasvæði. En ekki láta þér nægja að trúa mér, upplifðu það. Ferðalagið er einfaldara en þú heldur í beinu flugi til Vancouver með Icelandair. Það snjóar um 12 metra yfir veturinn, meira ef þú ert heppinn. Þetta þýðir P O W D E R.
Jóhann Pétur Guðjónsson
Whistler and Blackcomb are two side-by-side mountains which combined offer over 200 marked runs, 8,171 acres of terrain, 16 alpine bowls and three glaciers. In the summer, Whistler Blackcomb offers a variety of activities, including hiking and biking trails, the Whistler Mountain Bike Park, and sightseeing on the PEAK 2 PEAK Gondola.
Whistler Blackcomb
With over 8,000 acres of lift-accessed terrain, a killer village and nearly year-round skiing thanks to the Horstman glacier, many consider Whistler as the top skiing destination in the world.
FREESKIER Magazine

Skíðasvæðið sjálft er stórkostlegt. Whistler og Blackcomb eru tvö samtengd fjöll sem bjóða uppá 200 merktar brautir, 3.300 hektara svæðis, hækkun frá 653 metrum í 2.300 metra, 37 skíðalyftur, 17 fjallaveitingastaði með plássi fyrir 6500 manns í einu. Lengsta skíðaleiðin er 7 1/2 km með 1521 metra fallhæð. Meðal snjókoma í Whistler eru tæpir 12 metrar á ári. Við vinnum með öllum gististöðum á svæðinu þannig að möguleikarnir eru endalausir, hvort heldur sem þú vilt hótelherbergi eða íbúð (2, 3, 4 eða 5 stjörnu gisting).

Innifalið:

Flug með Icelandair til Vancouver, flugvallaskattar og fuel gjöld, 8 nætur ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins.

Flugáætlun

FI 697 G KEFYVR 1715 1650
FI 696 G YVRKEF 1445 0600+1

Dagsetningar

25 mar 2021
25 mar til 04 apr
kr. 299.000,- á mann í tvíbýli

Lyftupassar

7 daga passi CAD 948,-

Akstur til og frá flugvelli:

CAD 150,- á mann báðar leiðir

Flutningur á skíðum

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)

USA kr. 4.400 per. fluglegg

Nánar – þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum

USA kr. 5.500 per. fluglegg

SKILMÁLAR

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 12 vikum fyrir brottför. Verð miðast við Visa gengi CAD 107 þann 05.05.2020 Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.