Þjóðhátíðarmót Þjóðmála á Carton House, Dublin

Verð kr. 288.000 á mann í tvíbýli

Þjóðmál efna til glæsilegs þjóðhátíðarmóts dagana 16. og 17. júní 2026.

Mótið fer fram á tveimur golfvöllum á landareign hins fræga herragarðs, Carton House á Írlandi. Vellirnir eru fyrir löngu orðnir heimsþekktir enda hannaðir af goðsögnum golfheimsins, Colin Montgomerie og Mark O‘Meara. Eru þeir kenndir við hönnuði sína. Gjörólíkir þótt þeir liggi á sömu landareigninni.

Írskur herragarður með öllum nútíma þægindum. Tveir gjörólíkir golfvellir sem minna helst á æsispennandi þrautabrautir. Vellir sem maður gleymir ekki í bráð. Öll umhirða óaðfinnanleg og þjónusta starfsfólks sótt úr efstu hillu. Að spila Montomerie eða O'meara og enda hringinn á góðum Guinness er írskara en allt sem írskt er. Frábær matur og Michelin-veitingastaður á hótelinu sem er hverrar krónu virði að prófa.
Stefán Einar Stefánsson
Þegar ekið er inn á svæði sem umlykur Carton House sést strax að mikill klassi er yfir svæðinu. Montgomerie-völlurinn er meira krefjandi af tveimur frábærum völlum, en gott er að muna að yfirleitt er verst að missa boltann til hægri af teig (enda sló hönnuður vallarins, Colin Montgomerie, jafnan fade af teig). Veitingastaðir á Carton House eru allir mjög góðir og mikil upplifun af dvelja á fornfrægum herragarðinum.
Þórður Gunnarsson
Carton House er með betri golfvallarsvæðum sem ég hef heimsótt. Hótelið er gríðarlega fallegt, maturinn góður og þjónustan frábær. Þá skemmir ekki fyrir að Carton House er stutt frá flugvellinum í Dublin. Þetta er tilvalinn staður til að skella sér á - maður er ný farinn í loftið þegar maður slær fyrsta teighöggið.
Haukur Örn Birgisson, Forseti GSÍ
Það eru mikil gæði í báðum völlunum og fjölmargar golfbrautir sem sitja eftir í minningunni. Æfingasvæðið er í heimsklassa og barinn góður. Það er ekki að ástæðulausu sem heimsmeistaramótið í golfi var haldið á Carton House árið 2018.
Haukur Örn Birgisson, Forseti GSÍ
Carton House er virikilega flott golf resort. Algjör lúxus. Vellirnir tveir, Montgomerie og Mark O´Meara eru æðislegir vellir. Mikið landslag vatn og skógur. Seinni níu á Mark O'Meara er með skemmtilegri golfholum sem ég hef spilað. Í raun er óþarfi að fara af svæðinu en auðvitað líka skemmtilegt að spila aðra velli í grennd.
Eyvindur Sólnes
Carton House er frábært golfhótel 30 min frá flugvellinum í Dublin. Mjög fallegt umhverfi, góð þjónusta og dúndur golfvellir.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Þátttakendur mæta til leiks þann 15. Júní og verður tekið á móti hópnum með bjórkvöldi á Carriage House. Ræst verður út á völlunum tveimur að morgni 16. júní og leika þátttakendur báða vellina en sitthvorn daginn.

Hápunktur mótsins verður svo sannkallað þjóðhátíðargolf á 17. júní og munu þátttakendur fá tækifæri til þess að hylla ættjörðina og lýðveldið með viðeigandi hætti að því tilefni. Leikinn verður tvímenningur, svokallaður betri bolti.

Mótinu lýkur með galakvöldverði í glæsilegum salarkynnum að kvöldi 17. júní og verður þar skálað fyrir lýðveldinu Íslandi. Minni Íslands verður flutt og gleði og glaumur við völd líkt og á öðrum samkomum Þjóðmála.

Carton House státar af glæsilegu fimm stjörnu hóteli, Michelin-veitingastað, heilsulind, líkamsræktarstöð auk glæsilegra salarkynna þar sem njóta má matar og drykkjar af ólíku tagi. Á herragarðinum er sérstakt viskísmökkunarherbergi, annað sem helgað er léttvínum vítt og breitt frá öllum heimsins hornum.

Það verður því nóg að bíta og brenna á þessu glæsilega móti.

Dagsetningar

15 jún 2026
15 jún til 18 jún
kr. 288.000,- í tvíbýli og kr. 338.000,-í einbýli.

Innifalið

Flug með Icelandair, Gisting á Carton House í þrjár nætur auk morgunverðar ásamt aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð, Bjórkvöld Þjóðmála 15. júní, Þátttaka í golfmóti 16. og 17. júní og fordrykkur og galakvöldverður 17. júní

Aukagjald fyrir einbýli

Aukagjald fyrir einbýli er 50.000 kr.

Annað:

Aukagjald fyrir einbýli er kr. 50.000
Golfbílar: 60.00€ fyrir 18 holur
Rafmagnskerrur €25 (18 holur) Kylfusveinn €75.00 + þjórfé
Aukahringur €100.00 á mann

Flugáætlun

Bókun CMIQ96
Icelandair FI 418 15JUN KEFDUB 0940 1315
Icelandair FI 419 18JUN DUBKEF 1415 1555

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 12 vikum fyrir brottför.

Skilmálar eftirstöðva eru slíkir að ekki er hægt að fá þá greiðslu endurgreidda eftir að hún hafi verið innt af hendi.  Það er alltaf hægt að nafnabreyta ferð.  Flugi er hægt að nafnabreyta fyrir útgáfu flugmiða án endugjalds. Eftir útgáfu kostar hver nafnabreyting kr. 15.000. Tilboðið miðast við Visa gengi 25.10.2025 EUR 146,-