The Oxfordshire

Verð frá kr. 119.000 á mann í tvíbýli

The Oxfordshire er frábært golfhótel með einum af okkar uppáhaldsvöllum á Londonsvæðinu. Þetta nýja hótel er í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá Heathrow flugvelli og aðeins 30 mín frá Oxford. Landareignin er rúmlega eitt hundrað hektarar af sveitasælu í skjóli frá ys og þys stórborgarinnar. Hótelið er 4 stjörnu og á því eru 50 herbergi. Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, bar, lounge með fríu interneti heilsulind og sundlaug. Klúbbhúsið er hluti af hótelinu, þar er enn einn veitingastaður og bar, risastórt búningsherbergi með sturtuaðstöðu og pro shop. Fyrsti teigur á golfvellinum er nokkur skref frá hótelinu ásamt æfingasvæðinu og púttflötum.

Ferðin var frábær í alla staði – geggjað veður – völlurinn alveg frábær og í góðu ástandi – allt svo snyrtilegt. Hótelið var mjög gott – góð rúm – góður matur og góð þjónusta.
Gunnhildur Hauksdóttir
Ég lék golfvöllinn fyrir rúmum áratug og heillaðist af honum. Endunýjuð kynni staðfestu að völlurinn bauð upp á allt sem mig minnti og meira til. Einn helsti kostur hans, fyrir utan snyrtimennsku og sanngjarnt skipulag sem hentar kylfingum á öllum getustigum, er fjölbreytileikinn. Fáir vellir sem ég hef leikið hafa jafn margar eftirminnilegar holur. Í mínum huga sameinar golfvöllurinn tvo heima – hann ber augljós merki amerískrar hönnunar, umvafinn gullfallegri enskri sveit.
Haukur Örn Birgisson, Forseti GSÍ
Ótrúleg fjölbreytni á skemmtilegum golfvelli, einum þeim skemmtilegasta sem undirritaður hefur leikið.
Páll Ketilsson - ritstjóri Víkurfrétta, vf.is, kylfingur.is og Golf á Íslandi.
The Oxfordshire er mjög flottur völlur og í topp standi. Veðrið var 20 gráður og sól allan tímann. Örugglega besta ferð okkar félaganna.
Þorsteinn Hjaltason
Það er búið að setja mikla peninga í þennan völl og hann er einstaklega skemmtilegur. Þegar ég spilaði hann síðast þá spilaði ég einnig Stoke Park og The Grove í sömu ferð. Það er skemmst frá því að segja að The Oxfordshire var betri en hinir tveir þó um ofurvelli sé að ræða. Þó að komið hafi verið fram í nóvember voru flatirnar í fantaformi. Þetta segir manni að The Oxfordshire er svokallaður „must play“ völlur.
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
Hönnuður vallarins, Rees Jones, hefur hannað og endurhannað ótal velli. Hann hefur m.a. endurhannað ofurvelli á borð við Bethpage, Torrey Pines, Medina, Baltrusrol, Congressional og Hazeltine.
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir

Golfvöllurinn er Par 72 og hannaður af Rees Jones. Völlurinn er 6.700 metrar af öftustu teigum og gríðarlega skemmtilegur. Við spiluðum hann af gulum teigum þar sem hann er 5.600 metrar. Af rauðum teigum er völlurinn 5.000 metrar. Völlurinn byrjar skemmtilega.  Fyrsta holan er 350 metra löng par 4 hola. Teigurinn er upphækkaður og eina hættan er sandglompa sem er vinstra megin við brautina. Lengstu menn eiga möguleika á að fara inná flöt í teighögginu. Önnur holan er þægileg par 3 hola 115 metrar. Kylfingar eiga að geta farið vel af stað á þessum velli.  Allar átján holur vallarins eru mjög skemmtilegar og einstakar. Uppáhaldsholurnar okkar eru 4., 7., 8., 17. og 18. Grein um The Oxfordshire.

Dagsetningar

19 mar 2021
19 mar til 22 mar
kr. 119.000,- á mann í tvíbýli
26 mar 2021
26 mar til 29 mar
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
02 apr 2021
02 apr til 05 apr
kr. 139.000,- á mann í tvíbýli
09 apr 2021
09 apr til 12 apr
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
16 apr 2021
16 apr til 19 apr
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
23 apr 2021
23 apr til 26 apr
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
30 apr 2021
30 apr til 03 maí
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
07 maí 2021
07 maí til 10 maí
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
14 maí 2021
14 maí til 17 maí
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
21 maí 2021
21 maí til 24 maí
kr. 139.000,- á mann í tvíbýli
Uppselt
28 maí 2021
28 maí til 31 maí
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
04 jún 2021
04 jún til 07 jún
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli
Uppselt

Innifalið

Flug með Icelandair til London, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur á The Oxfordshire með morgunverði, kvöldverði öll kvöldin,  4×18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli

Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000,- á dag

Annað:

Aukahringur: £50 í mars og £70 í apríl og maí

Flugáætlun

FI 450 KEFLHR 0740 1145
FI 455 LHRKEF 2110 2310

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 24.09.2020 GBP 180. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.