Lavida Hotel at PGA Catalunya

Verð frá kr. 239.000,- á mann í tvíbýli.

“Nýtt og endurbætt” PGA Catalunya ☀️⛳
Lavida er 4 stjörnu hótelið á svæðinu.
PGA Catalunya
 
Það er frábær upplifun að dvelja á Camiral. Þjónustan er fyrsta flokks og aðstaðan upp á tíu. Það birtist ekki aðeins í frábæru hóteli og ótrúlegum völlum, Stadium og Tour, heldur einnig óaðfinnanlegu æfingasvæði og klúbbhúsi. Á Camiral er bæði hægt að spila golf út í eitt en einnig að tengja það saman við góða afslöppun og aðra hreyfingu. Það skemmir ekki fyrir að í 20 mínútna fjarlægð, í Girona, eru nokkrir stórkostlegir veitingastaðir sem er meira en þess virði að líta við á eftir annasaman dag á völlunum tveimur.
Stefán Einar Stefánsson
Camiral er golfsvæði í hæsta gæðaflokki. Öll aðstaða um umgjörð er til fyrirmyndar og starfsfólk leggur sig fram um að kylfingar eigi sem ánægjulegastan dag á vellinum. Báðir vellir svæðisins, Stadium og Tour, eru ólíkir en báðir frábærlega skemmtilegir. Hugrekki af teig er oft ríkulega verðlaunað.
Þórður Gunnarsson
Ég hef farið í reglulegar æfingaferðir og keppt á mörgum mótum á Camiral golfsvæðinu frá árinu 2007. Þetta svæði bíður upp á allt sem golfarann dreymir um, tveir frábærir vellir sem henta öllum getustigum, æfingasvæðið algjörlega til fyrirmyndar, 5 fjölbreyttir veitingastaðir og hlýlegt hótel sem tekur vel á móti þér. Önnur afþreying eins og líkamsrækt, padel, tennis og hjólreiðar sem gerir svæðið eitt það flottasta í Evrópu. Til að toppa svæðið fyrir þau sem vilja blanda menningu inn í ferðalagið þá er stutt inn í Girona þar sem þú finnur fyrsta flokks spænska matar- og vínmenningu. Þetta er svæði sem allir golfarar þurfa að prufa 👌🏻”
Birgir Leifur Hafþórsson
Ég efast um að hægt sé að finna betri aðstæður til að æfa og spila golf en á Camiral. Æfingasvæðið er risastórt og nýlega komið með trackman á allt svæðið, flottar vippflatir og stærðarinnar púttsvæði. Golfvellirnir sjálfir eru svo alveg frábærir, Stadium völlurinn er hálf óraunverulegur hann er með svo margar holur sem gætu kallast “signature” holur. Tour völlurinn er líka hinn glæsilegasti og kannski heppilegri fyrir háforgjafar kylfinga. Svo það sem skiptir mig svo miklu máli, líkamsræktin á hótelinu er mjög flott
Bjarni Már Ólafsson
Þetta golfhótel er í sérstöku uppáhaldi fjölskyldunnar þar sem dekrað er við okkur allan sólarhringinn, hvort heldur sem við erum að spila golf, padel, tennis, hjóla eða bara slaka á við sundlaugarbakkann. Svo má ekki gleyma því að Girona er nokkrar mínútur frá hótelinu í leigubíl.
Jóhann Pétur Guðjónsson
PGA Catalunya er heimsklassa golfsvæði í klukktíma fjarlægð frá Barcelona. Á svæðinu eru tvö hótel sem fólk getur valið á milli, Camiral (5 stjörnu) og Lavida (4 stjörnu). Tveir 18 holu golfvellirnir eru á svæðinu. Fyrstan ber að nefna Stadium völlinn. Sá völlur er af mörgum talinn vera besti golfvöllur Spánar. Þetta er ávallt matsatriði en ég set hann hiklaust í efri hluta topp 10 sem ég hef spilað ásamt völlum eins og Valderama, La Reserva, El Prat, La Manga, Real Sotogrande, San Roque, Santander svo eitthvað sé nefnt. Hinn völlurinn er Tour völlurinn sem er einnig mjög skemmtilegur völlur sem gerir dvölina enn betri og fjölbreyttari. Ferð til PGA Catalunya er bucket list ferð.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Á svæðinu eru tveir golfvellir.

Innifalið

***Við  auglýsum þessar ferðir án flugs við getum sjálfsögðu séð um flugið líka*** Icelandair og Play bjóða uppá flug til Barcelona

Gisting í 7 nætur í deluxe herbergi  Lavida Hótelinu 4* með glæsilegu morgunverðarhlaðborði, 6 x 18 holur (3 x á Stadium vellinum og 3 x á Tour vellinum) ásamt aðgengi að sundlaug og líkamsræktarstöð hótelsins.

Annað

Golfbíll 18 holur € 55,00 (þarf að panta)
Golfbíll 36 holur € 85,50 (þarf að panta)
Rafmagnskerra € 19,00 (þarf að panta)
Golfkerra € 5,00
Leiga á golfsetti € 45

Þeir sem vilja spila meira en 18 holur á dag geta bókað það háð bókunarstöðu samdægurs

 

Dagsetningar

07 mar 2026
07 mar til 14 mar
Hafið samband fyrir verð.
14 mar 2026
14 mar til 21 mar
Hafið samband fyrir verð.
21 mar 2026
21 mar til 28 mar
Hafið samband fyrir verð.
28 mar 2026
28 mar til 04 apr
Hafið samband fyrir verð.
04 apr 2026
04 apr til 11 apr
Hafið samband fyrir verð.
11 apr 2026
11 apr til 18 apr
Hafið samband fyrir verð.
18 apr 2026
18 apr til 25 apr
Hafið samband fyrir verð.
25 apr 2026
25 apr til 02 maí
Hafið samband fyrir verð.
02 maí 2026
02 maí til 09 maí
Hafið samband fyrir verð.
09 maí 2026
09 maí til 16 maí
Hafið samband fyrir verð.
16 maí 2026
16 maí til 23 maí
Hafið samband fyrir verð.
23 maí 2026
23 maí til 30 maí
Hafið samband fyrir verð.
03 okt 2026
03 okt til 10 okt
Hafið samband fyrir verð.
10 okt 2026
10 okt til 17 okt
Hafið samband fyrir verð.
17 okt 2026
17 okt til 24 okt
Hafið samband fyrir verð.
24 okt 2026
24 okt til 31 okt
Hafið samband fyrir verð.

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 18.09.2023 EUR 149,59.