LA MANGA – Nýr golfáfangastaður hjá GB Ferðum á Spáni! ☀️⛳ Glæsilegt 5* golfsvæði 90 mín sunnan við Alicante. La Manga hefur oft verið valið besta golfresort Evrópu. Hótel Principe Felipe, er fallegt 5* hótel staðsett rétt við Norður-völlinn og Suðurvöllinn. Þetta er tignarleg bygging og það er augljóst að þeir sem byggðu hótelið upphaflega hafa verið stórhuga einstaklingar. Herbergin eru falleg og vel innréttuð. Veitingastaðir svæðisins eru margir og ef valið er hálft fæði stendur valið á milli þriggja staða. Morgunverðarhlaðborðið er ekta spænskt og vel úti látið. Þjónustan á svæðinu og á hótelinu er góð. Tilvalið er að skella sér á Piona barinn fyrir mat í fordrykk eða í night cap að loknum kvöldverði.
Á La Manga eru þrír 18-holu golfvellir, suður-norður og vesturvöllurinn, sem allir eru ólíkir og einn 18 holu pitch&pútt æfingavöllur sem Severiano Ballesteros hannaði.
Robert D. Putnam hannaði norður (par-71) og suður-golfvöllinn (par-73), en að hönnun þess síðarnefnda (par-73) kom einnig Arnold Palmer. Dave Thomas hannaði hins vegar vesturvöllinn (par-72). Norður og Suðurvellirnir eru við hótelið og þar fara mjög skemmtilegir vellir. Þeir eru opnir með mörgum stórglæsilegum holum. Vesturvöllurinn þykir perlan á svæðinu , Hannaður af Dave Thomas. á Vesturvellinum skiptir leikskipulag miklu máli. Þar er mikilvægt að koma bolta í leik og spila af skynsemi. Völlurinn er krefjandi en gríðarlega fallegur. Vesturvöllurinn er talinn einn af 100 bestu golfvöllum Evrópu og allir La Manga golfvellirnir eru meðal 40 bestu á Spáni.
Æfingaaðstaða og æfingasvæði eru til mikillar fyrirmyndar og hefur La Manga verið sigurvegari í vali á besta golfstað Spánar 5 ár í röð af lesendum Today´s Golfer.
Innifalið
Gisting í 7 nætur í standard herbergi á Prince Felipe 5* með glæsilegu morgunverðarhlaðborði, 6 x 18 holur á einum af þrem golfvöllum svæðisins asamt aðgengi að sundlaug og líkamsræktarstöð hótelsins.
Annað
Hálft fæði: EUR 35 á dag.
*Inniheldur 3 rétta matseðil. Hægt að velja á milli 4 veitingastaða á hótelinu.
Viðhald á völlurnum er hér sem segir:
Götun
North Course: 23rd- 27th March 2020 / 21st- 25th September 2020
South Course: 4th- 8th May 2020 / 9nd- 13th November 2020
West Course:1st- 5th June 2020 / 31st August- 4th September 2020