Vikuferðir á fimm stjörnu hótelið Castelfalfi Resort í Toskana á Ítalíu.
Á svæðinu er fjölbreytt afþreying og aðstaðan er mjög hugguleg. Þarna er 27 holu golfvöllur, heilsulind, inni- og útisundlaug, góðar gönguleiðir auk þess sem boðið er upp á veiði og góða aðstöðu til að stunda hjólreiðar. Jafnframt eru 4 veitingastaðir á svæðinu. Auk fjölbreyttrar útivistar er hægt er að fara í vínsmökkun tengt vínræktinni og eins má njóta afraksturs ólívuræktarinnar skammt frá. Næstu flugvellir við Castelfalfi Resort eru í Pisa og Flórens sem eru í 60 mínútna akstursfjarlægð. Einnig flýgur Icelandair beint til Mílanó frá 25. maí og fram á haust en þaðan er 4 klst. akstur til Castelfalfi. Við mælum með að leigja bílaleigubíl, sérstaklega vegna þess að það er gaman að skoða sig um eftir golfið einhverja dagana. Nærliggjandi borgir sem vert er að heimsækja eru San Gimignano (30min), Siena (60 min) og Flórens (75 mín). Einnig eru frábærir veitingastaðir í nágrenninu á betri verðum en á hótelinu sem gaman er að heimsækja. Við mælum með þeim bestu.