Undanfarin ár sjáum við mikla aukningu á eftirspurn eftir íbúðum. Við svörum kallinu með því að bjóða uppá Andermatt Alpine Apartments á frábærum verðum. Þetta eru vandaðar íbúðir í fimm gæðaflokkum.
Þessar íbúðir eru fyrir þá sem vilja ferðast með sinni fjölskyldu eða vinum, gista í sameiginlegu rými og vera með stóra og góða stofu og eldhús. Það felast mikil gæði í að hafa nóg pláss í skíðafríinu, geta eldað heima eða farið út að borða. Við erum gríðarlega spennt að bjóða okkar viðskiptavinum upp á þessar glæsilegu nýju íbúðir á einu besta og snjóöruggasta skíðasvæði Sviss. Ekki skemmir verðið fyrir.
Andermatt er frábært skíðasvæði og snjóöryggi með því mesta í Evrópu. Bærinn sjálfur er í 1.447 metra hæð yfir sjávarmáli og skíðabrekkurnar teygja sig upp í 2.961 metra hæð. Auk þess að vera stórt og fjölbreytt skíðasvæði þá er verðlag á mat og drykk mjög hagkvæmt. Einnig er frábær aðstaða fyrir gönguskíði í Andermatt. Ferðalagið á skíðasvæðið er mjög þægilegt, aðeins um 90 mínútna akstur frá Zürich flugvelli. Einnig er hægt að taka lest á milli flugvallarins í Zürich og Andermatt.